Hálendið
Snæfellsskáli
Snæfellsskáli er staðsettur í einstöku umhverfi við fjallið Snæfell sem er hæsta fjall á Íslandi utan jökla. Þar er gisting fyrir u.þ.b. 45 manns og einnig tjaldsvæði, vatnssalerni og sturtur. Landvörður tekur á móti gestum yfir sumartímann. Hægt er að gista í Snæfellskála allt árið um kring en athuga þarf að vegurinn að skálanum er oft ekki fær fyrr en í byrjun júlí. Hægt er að komast að skálanum á breyttum jeppum yfir veturinn þegar jörð er snævi þakin og frosin. Yfir veturinn er ekki rennandi vatn í skálanum. Vatnssalerni og sturtur eru þá ekki í notkun en þurrsalerni opið.
Olíuofn
Gæludýr ekki leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Sturta
Attention – Important Seasonal Notice
From October to June, many huts are only accessible with specialized vehicles (modified 4x4 “super jeeps”), snowmobiles, skis, or by hiking. Standard cars cannot reach the huts during this period.
Please also note that running water may not be available in these months, and services are limited. Guests should be well prepared for remote and challenging highland conditions. Learn More.
Staðsetning
Eigandi hússins
Vatnajökulsþjóðgarður
Hæð yfir sjávarmáli
800 MASL
Aðstaða
Salerni
Gaseldavél
Eldhúsáhöld
Rafmagnsljós
Verð og afbókunarskilmálar
Verð fyrir gistingu í skálanum árið 2025 er kr. 6.900. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 5.520. Ungmenni 13-16 ára 3.450. Frítt fyrir börn 0-12 ára
Opnunartími og aðgengi
Hægt er að gista í Snæfellskála allt árið um kring en athuga þarf að vegurinn að skálanum er oft ekki fær fyrr en í byrjun júlí. Hægt er að komast að skálanum á breyttum jeppum yfir veturinn þegar jörð er snævi þakin og frosin.