Suðurland
Rjúpnavellir skáli 1
Skálinn var byggður árið 2002 og er 100 fermetrar að stærð. Hann er klæddur paneli og hefur stórt og notalegt aðalrými. Svefnpokaaðstaða er fyrir 22 gesti. Í aðalrýminu eru svefnbekkur fyrir 18 manns og í svefnherberginu er hjónarúm ásamt tveimur koju rúmum. Skálinn er hitaður með arinofni og rafmagni. Þar eru tvær snyrtingar, rafmagn og bæði heitt og kalt vatn. Hann hefur rúmgóða forstofu og stóra, góða verönd. Klósettpappír fylgir alltaf skálanum. Góð aðstaða til matseldar fyrir bæði stóra og smáa hópa, þar á meðal ísskápur með frysti, örbylgjuofn, gaseldavél, uppþvottavél og bakaraofn. Almennt eldhúsáhöld fylgja, svo sem pottar og ketill.
Rafmagn
Gæludýr leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Sturta
Staðsetning
Eigandi hússins
Rjúpnavellir ehf.
Hæð yfir sjávarmáli
200 Mys
Aðstaða
Snyrting (WC)
Viðarofn
Eldhúsáhöld
Rafmagn
Ísskápur
Sturta opin aðeins yfir sumartímann
Verð og afbókunarreglur
Verð fyrir gistingu í skálanum árið 2025 er 7.750 kr. á mann með vsk.
Lágmarksbókun er fyrir 5 manns.
Almennir afbókunarskilmálar huts.is gilda.
Opnunartími og aðgengi
Opinn frá 1. maí til 30. september.
Nálægar náttúruperlur og skálar
Skálinn er í nágrenni við Heklu og nálægt Dómadalsleið.








