Hálendið
Fosslækur
Nýlegur fjallaskáli var tekinn í notkun árið 2008. Í skálanum er rennandi vatn og salernisaðstaða er inni í húsinu. Þar er gerði fyrir hesta og geymsla fyrir reiðtygi. Eldhúsbúnaður og áhöld eru til staðar. Skálinn er með kojupláss fyrir 20 manns.
Viðarofn
Gæludýr ekki leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Engin sturta
Staðsetning
Eigandi hússins
Kerlingarfjöll ehf.
Hæð yfir sjávarmáli
460 mys
Aðstaða
Salerni
Gaseldavél og viðarofn
Eldhúsáhöld
Verð og afbókunarskilmálar
Verð fyrir gistingu í skálanum árið 2025 er 7.500 ISK m/vsk.
Lágmarksfjöldi bókunar er tveir gestir.
Afbókunarskilmálar huts.is gilda.
Opnunartímabil og aðgengi
Opið allt árið, en yfir vetrartímann er ekki hægt að aka á svæðið á venjulegum 4x4 jeppum (þar þarf sérútbúna bíla, vélsleða o.þ.h.).
Hægt er að fylgjast með færð og umferð á www.umferdin.is.