Hálendið
Tindfjallasel
Tindfjallasel er einn af þremur skálum á Tindfjallasvæðinu og sá fyrsti sem mætir manni þegar komið er úr Fljótshlíð. Hann kemur í stað eldri skála sem stóðr þarna áður og var í umsjá Flugbjörgunarsveitarinn í Reykjavík. Nýi skálinn opnar spennandi möguleika til að njóta fjölbreyttrar útivistar á þessu stórbrotna svæði. Skálinn er fyrir 26 manns og hentar vel sem bækistöð fyrir lengri dvöl, hvort sem er til fjallaskíðaferða á veturna eða gönguferða á sumrin. Hann auðveldar einnig að hefja lengri ferðir, meðal annars leiðir yfir Tindfjöll og áfram í átt að Hungurfitum og Dalakofa. Athugið: Rennandi vatn er aðeins að sumri til, frá miðjum júní og fram í lok ágúst.
Olíuofn
Gæludýr ekki leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Engin sturta
Staðsetning
Eigandi hússins
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Hæð yfir sjávarmáli
680 mys
Aðstaða
Salerni
Gaseldavél
Eldhúsáhöld
Verð og afbókunarskilmálar
Verð fyrir gistingu í skálanum árið 2025 er 11.100 ISK m/vsk.
Afbókunarskilmálar huts.is gilda.
Opnunartímabil og aðgengi
Keyrt er frá Hvolsvelli inn í Fljótshlíð eftir vegi 261 að bænum Fljótsdal. Frá lokum vegarins liggur grófur slóði sem aðeins er fær sérstaklega búnum ökutækjum. Eingöngu fært jepum bílum á sumrin (frá júní fram á haust) og á veturnar þarf sérstaklega breytta bíla eða vélsleða. Einnig er hægt að ganga við upphaf slóðans og er gangan um 7 km að skálanum. Ekki er mælt með því að reyna að aka slóðann án nauðsynlegrar reynslu.
Nálægar náttúruperlur og skálar
Tindfjallajökull
Ýmir og Ýma (fjallatindar)
Aðrir skálar í nágrenninu
Hungurfit: Ganga 19 km, erfið leið
Foss: Ganga 22 km, erfið leið