Hálendið
Tindfjallasel
Tindfjallasel er einn af þremur skálum á Tindfjallasvæðinu og sá fyrsti sem mætir manni þegar komið er úr Fljótshlíð. Hann kemur í stað eldri skála sem stóðr þarna áður og var í umsjá Flugbjörgunarsveitarinn í Reykjavík. Nýi skálinn opnar spennandi möguleika til að njóta fjölbreyttrar útivistar á þessu stórbrotna svæði. Skálinn er fyrir 26 manns og hentar vel sem bækistöð fyrir lengri dvöl, hvort sem er til fjallaskíðaferða á veturna eða gönguferða á sumrin. Hann auðveldar einnig að hefja lengri ferðir, meðal annars leiðir yfir Tindfjöll og áfram í átt að Hungurfitum og Dalakofa. Athugið: Rennandi vatn er aðeins að sumri til, frá miðjum júní og fram í lok ágúst.
Olíuofn
Gæludýr ekki leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Engin sturta
Attention – Important Seasonal Notice
From October to June, many huts are only accessible with specialized vehicles (modified 4x4 “super jeeps”), snowmobiles, skis, or by hiking. Standard cars cannot reach the huts during this period.
Please also note that running water may not be available in these months, and services are limited. Guests should be well prepared for remote and challenging highland conditions. Learn More.
Staðsetning
Eigandi hússins
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Hæð yfir sjávarmáli
680 mys
Aðstaða
Salerni
Gaseldavél
Eldhúsáhöld
Verð og afbókunarskilmálar
Verð fyrir gistingu í skálanum árið 2025 er 11.100 ISK m/vsk.
Afbókunarskilmálar huts.is gilda.
Opnunartímabil og aðgengi
Keyrt er frá Hvolsvelli inn í Fljótshlíð eftir vegi 261 að bænum Fljótsdal. Frá lokum vegarins liggur grófur slóði sem aðeins er fær sérstaklega búnum ökutækjum. Eingöngu fært jepum bílum á sumrin (frá júní fram á haust) og á veturnar þarf sérstaklega breytta bíla eða vélsleða. Einnig er hægt að ganga við upphaf slóðans og er gangan um 7 km að skálanum. Ekki er mælt með því að reyna að aka slóðann án nauðsynlegrar reynslu.
Nálægar náttúruperlur og skálar
Tindfjallajökull
Ýmir og Ýma (fjallatindar)
Aðrir skálar í nágrenninu
Hungurfit: Ganga 19 km, erfið leið
Foss: Ganga 22 km, erfið leið








