Suðurland
Foss
Foss er staðsett á jaðri hálendisins við Rangárvelli og var í byggð til ársins 1978. Hægt er að segja að suðurhluti Fjallabaksleiðar byrji eða endi við afleggjarann að Fossi. Foss er því kjörinn staður til að hefja eða ljúka ferðalagi um Fjallabak. Foss er náttúruparadís með óteljandi göngu- og reiðleiðum í nágrenninu og hentar frábærlega fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur til dvalar, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Staðurinn sameinar kyrrláta náttúruperlu og nálægð við alla þjónustu, hvort sem er á Hellu eða Hvolsvelli. Foss býður upp á gistingu fyrir allt að 18 manns, eldhúsaðstöðu og vatnssalerni. Einnig eru mjög góð aðstaða fyrir hesta, með afgirtum beitarhólfum og góðum aðbúnaði.
Gashitun
Gæludýr leyfð
Wi-Fi ekki í boði
Sturta
Staðsetning
Eigandi hússins
Lúðvík Bergmann
Hæð yfir sjávarmáli
200 mys
Aðstaða
Rúmar þægilega 18 manns
Salerni
Gaseldavél
Eldhúsáhöld
Gestir þurfa að koma með klósettpappír, tuskur, handklæði, kveikjara og kerti.
Verð og afbókunarskilmálar
Skálinn er leigður í heild til hvers hóps. Lágmarksfjöldi bókunar er 10 gestir, en greitt er fyrir hvern gest umfram það.
Afbókunarskilmálar huts.is gilda.
Opnunartímabil og aðgengi
Opnunartímabil er frá 1. júní til 31. ágúst.